TOP Calella Palace 4 *

Hótelið TOP Calella Palace er fjórar stjörnur og er i aðeins 600 metra göngufjarlægð frá ströndinni sjálfri. Hóelið er ákaflega vel búið og er eitt fárra

TOP Calella Palace 4 *Hótelið TOP Calella Palace er fjórar stjörnur og er i aðeins 600 metra göngufjarlægð frá ströndinni sjálfri. Hóelið er ákaflega vel búið og er eitt fárra hótela á svæðinu sem hefur upp á Spa að bjóða til sinna gesta sem auðvitað er innifalið í gistingarkostnaði ykkar sem velja All Inclusive eða Allt Innifalið pógrammið.

Á hótelinu er að finna bæði inni- og útidyrasundlaugar, flotta aðstöðu við þær og svo er sólbaðsaðstaða uppi á þaki hótelsins. 

Hótelið er með hlaðborð fyrir gesti og býður upp á úrval rétta bæði úr héraðinu og nærsveitum auk alþjóðlegra rétta. Milli opnunartíma hlaðborða stendur gestum okkar í Allt Innifalið kostur á því að fá mat sérstaklega. Skemmtidagskrá er á kvöldin auk þess sem afþreying fyrir börn er í boði á daginn á sundlaugarsvæðinu.

Boðið er upp á mikla og fjölbreytta þjónustu s.s læknisþjónusta, þvottaþjónusta, veitingastaðir, leikjaherbergi, ljósritunarþjónusta, gufubað, Spa svæði, Snack bar við sundlaugina, sjálfsalar, nuddpottur, herbergisþjónusta og flr.

Innifalið í ALLT INNNIFALIÐ / ALL INCLUSIVE er eftirfarandi:

 • Gisting með daglegum þrifum á herbergi
 • Morgunverður - hlaðborð
 • Hádegisverður - hlaðborð
 • Kvöldverður - hlaðborð
 • Ís og íspinnar fyrir krakkana milli 10:00 - 18:00
 • Snakk (heitir og kaldir réttir) milli 10:00 - miðnættis (nema þegar hlaðborð eru í gangi)
 • Allir innlendir drykkir bæði áfengir sem óáfengir (barinn er opinn frá 10:00 til miðnættis)
 • Valdir erlendir drykkir
 • Aðgangur að þvottaaðstöðu og þurrkara
 • Aðgandur að SPA aðstöðu hótelsins með nuddi, gufu og flr
 • Aðgangur að leikaherbergi
 • Afnot af reiðhjólum
 • TOP Skemmtanaprógrammið fyrir 5 - 12 ára krakka á daginn
 • TOP Kvöldskemmtun - úrval skemmtiatriða bæði með og án þátttöku gesta
 • TOP PASSPORT - Aðgangur og afnot af öllum öðrum hótelum TOP í Calella og nærliggjandi bæjum þ.m.t hægt að nýta líkamsræktir, sundlaugasvæðin, prófa mat og þjónustu eftir því sem við á. ATH. bóka þarf þetta með dags fyrirvara.
 • Ókeypis akstur milli HTOP hótela - þarf að panta deginum á undan

header
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya