Flýtilyklar
Costa Brava
Ferð eldri borgara á Akureyri til Spánar 16.-29. apríl
Farið verður til Costa Brava og gist í strandbænum Lloret de Mar 16.-29. april. Flogið er frá Keflavík. Gist er á hótelinu Hotel Surf Mar 4* og er hálft fæði innifalið. Hótelið er staðsett við ströndina.
Verð er kr. 163.850 kr per mann i 2ja manna herbergi. Einstaklingar þurfa að bæta við 35.100 kr
Skráningu lýkur 18 mars. Þá verða allir að vera búnir að skrá sig sem ætla að fara.
Staðsetning Calella á strandlengjunni millum Barcelona og Girona gerir þessa sumarparadís einstaka og nýtur ströndin og hinir mörgu bæir við hana líkt og Calella njóta mikilla vinsælda hjá ferðamönnum hvort sem um er að ræða fjölskyldur eða yngra fólk. Þrátt fyrir að ströndin sé helsta aðdráttarafl Calella þá býður bærinn upp á gamla sögu og menjar, mikið úrval verslanna og veitingastaða auk þess sem næturlífið er nokkuð fjörugt og öruggt að allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Gistingin sem boðið er upp á í samstarfi við HTOP hótelin er þess eðlis að okkar farþegar í All Inclusive gistingu geta einnig nýtt sér ókeypis rútu sem hótelin reka sem keyrir á milli bæjanna við strandlengjuna og í leiðinni staldrað við á öðrum HTOP hótelum (alls 15 talsins á svæðinu) og notað þá aðstöðu, þjónustu og veitinga sem þar eru í boði. Því ekki að skella sér t.d í dagsferð til Lloret de Mar sem er í 20 mín fjarlægð, skoða aðeins bæinn og ströndina, fara svo í vatnagarðinn Waterworld og eftir góða stund þar borða kvöldmatinn á hótelinu í bænum.
Þá er stutt að fara í dagsferð til Barceona og bæði hægt að taka lestina eða rútuna þangað en Barcelona er aðeins í 45 mín fjarlægð (auðvitað háð umferðarþunga) en þar er margt og mikið að upplifa, sjá og njóta. Ferðaskrifstofan býður upp á ýmsar skoðunarferðir og eru farþegar hvattir til þess að kynna sér þær betur.
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
Leit
Ferðir í boði
Okkar samstarfsaðili með flug í þessari
Sólarlandaferð er

Til að skrá sig í
ferðina er hægt að smella á takkann hér fyrir ofan
til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.
til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.

