Flýtilyklar
Skoðunarferðir
Borgarferð
Budapest er ein allra fallegast borg Evrópu, Upphaf borgarinnar má rekja allt til ársins 1000 þegar Stephan I konungur Ungverjalands kom á Kristni i landinu. Í gegnum borgina rennur áin Danube sem skiptir henni i Buda og Pest, þá er einnig hægt að sigla eftir, við bjóðum upp á slíka ferð.
Við munum skoða helstu kennileyti borgarinnar, svo sem hinar æva fornu og glæsibyggingar ásamt öðrum kennileitum. Má nefna hetjutorgið (Heroes Square), Borgargarðinn (city park), Széchenyi Spa og Vajdahunyai kastalann. Við förum eftir Andrássy breiðgötunni sem fellur undir minjaskrá Unesco, förum fram hjá Hryllingshúsinu(house of terror) og Óperuhúsinu. Þegar niður i bæ er komið verður á vegi okkar Gresham höll, Keðjubrúin og Þinghúsið. Síðan förum við yfir Danube ánna á Margrétar brúnni, þar ber við eyja Margréta og aðrar brýr yfir Danube. Við munum skoða Tyrkensku böðin sem eru staðsett i Buda hluta borgarinnar og svo kastala svæðið þar á meðal Matthiasar kirkju, Fishermens Bastion og Konungshöllina. Við endum svo ferðina við Gellért hæð þar sem útsýnir yfir borgina er stórkostlegt. Borgin er eitt listaverk ef svo má að orði komast
Innifalið: Rúta, aðgangur að óperuhúsinu og fararstjóri.
Lengd ferðar: 4-5 timar
Balaton vatn
Balaton vatn er eitt það stærsta í Evrópu og er mjög vinsæll sumardvalarstaður enda er hitinn i vatninu eins og á sólarströnd. Náttúrufegurð er þar mikil og koma því með skógi vaxnar hæðir og vínekrur. Allt í kringum vatnið eru fallegir litlir bæir og þorp svo sem Tihany, sem er staðsett er á skaga sem nær út i vatnið og er uppá á hæð. Útsýni yfir vatnið er því gott frá þorpinu. Tihany er þorp frá árinu 1055, tima Andrew konungs sem ákvað að þarna skildu meðlimir konungsfjölskyldunnar grafnir. I Thany má m.a. finna klaustur þar sem Benedikts munkar hafa haft aðsetur. Þeir eru taldir hafa fyrstir til að skrifa á Ungversku. Við skoðum einnig hin hefðbundnu hús fiskimannanna, röltum um þorpið en það er talið eitt það fallegasta i Ungverjaland og vinsæll ferðamanna staður. Við förum sem leið liggur til Balatonfured sem er heilsubær, þar gefst okkur kostur á að smakka á vatni úr brunni sem hefur lækningamátt. Við munum einnig spóka okkur i þessum bæ. Þá gefst okkur einnig i þessari ferð, kostur á að heimsækja stærstu postulíns verksmiðju i heimi, sem er fá árinu 1826, ef áhugi er fyrir þvi eða kikja á vínræktarsvæðið Badacsony i eldfjallahæðunum fyrir ofan vatnið. Við munum gæða okur á dæmigerðum Balaton fiski í ferðinni, 3ja rétta máltíð. Ferðin tekur okkur því um svæðið við vatnið, þar sem verða á vegi okkur falleg þorp og einstök náttúra.
Innifalið: Rúta,hádegisverður, aðgangur að klaustrinu i Tihany og fararstjóri.
Lengd ferðar: Dagsferð
Listamanna bærinn Szentendre
Ein vinsælasta ferðin frá Budapest er ferð til listamanna bæjarins Szentendre. Það má með sanni segja að Szentendre sé gimsteinn ungverskrar menningar sem sannarlega er heimsóknarinnar virði. Helstu kennileiti bæjarins eru gamli bærinn sem er mjög vel varðveittur frá 17 öld og landfræðileg staðseting bæjarins. Bærinn stendur meðfram árbakka Danube árinnar með sínar steini lögðu þröngu og beygðu götur. Rölt um bæinn er besta leiðin til að upplifa þennan töfrandi bæ. Szentendre er þjóðlegur menningarpottur ef svo má að orði komast. Þar er menningin á hverju götuhorni, glæsilegar byggingar, svo sem kirkjur, kapellur, aðrar og aðrar menningarminjar. Bærinn hefur á undanförnum 150 árum orðið einskonar „felustaður“ fyrir listamenn sem vildu komast burt úr ys og þys stórborgarinnar. Þar hefur þvi myndast samfélag listamanna og ber bærinn blæ af þvi. Mikið er um lítil galleri og vinnustofur sem setja skemmtilegan svip á bæinn. Hægt er að kikja þar inn eftir vild. Þetta er lítill fallegur bær i töfrandi umhverfi eins og beint úr ævintýri.
Innifalið: Rúta, hádegisverður og fararstjóri.
Lengd ferðar: 4-5 timar
Ferð um Danube ánna
Við siglum á hinni fallegu Danube á sem skiptir borginni upp i Buda og Pest , saman mynda þessir borgarhlutar Budapest. Hægt er að virða fyrir sér stórglæsilegar byggingar beggja vegna árinnar. Á meðan hlustum við á lifandi tónlist og snæðum kvöldverð eða hádegisverð.
Innifalið: Rúta, bátsferð, hádegisverður/kvöldverður og fararstjóri.
Lengd ferðar: 1,5-2 timar
Sveitir og héruð- Danube beygjan
Danube Beygjan svokallaða er sérstakt landssvæði í Ungverjalandi, þar sem Danube áin tekur 90 gráðu beygju og heldur áfram að renna frá norðri til suðurs. Þetta er gríðar fallegt landssvæðí þar sem finna má hæðótt landslag, sögulega bæi og gömul þorp. Við förum aftur í tíma og okkar fyrsti áfangastaður er bærinn Esztergom, fyrrum konunglegt aðsetur og núverandi aðsetur Kaþólsku kirkjunnar. Við munum skoða St Stephens dómkirkjuna sem er stærsta kirkja Ungverjalands. Þá munum við hafa frábært útsýni yfir Danube ánna, sem i raun eru landamæri Ungverjalands og Slóvakíu. Annar sögulegi bærinn sem við skoðum er Visegrád, einnig fyrrum konunglegt aðsetur, þar munum við skoða rústir miðaldakastalan (konungshöll og kastali á hæð), fallegur gamall bær. Þar höfum við gott útsýni yfir svæðið þar Danube áin beygir. Að endingu förum við til Szentendre með sinum myndrænu og fallegu steini lögðum þröngu götum. Þar svifur Miðjarðahafs stemning yfir vötnum. Bærinn er þekktir sem listamannabær, þar sem margir listamenn hafa sest hér að og stofnað listmannaskóla. Tækifæri til að versla dæmigerðar ungverskar vörur og minjagripi. Fallegt landslag, bæir og menning einkenna þessa ferð.
Lengd ferðar: Dagsferð
Innifalið: Rúta, fararstjóri og hádegisverður
Gödöllö höllin
Í aðeins 30 min keyrslu frá Budapest er hin griðarfallega Baroque höll eða Gödöllő höllin. Hún er glæsilegt dæmi um stórkostlegan Ungverskan arkitektur. Höllin var sumar aðsetur keisarans Francis Joseph og konu hans Sissi en hún var Austurisk keisaraynja og drottning Ungverjalands. Höllin er sú næst stærsta í heiminum. Þegar komið er inn í höllina kynnumst við sögu hennar og byrjum á Grassalkovich fjölskyldunni, hún var auðug yfirstéttafjölskylda og höfuð hennar var Antal Greifi, sem kom að byggingu hallarinnar á 18 öld. Í seinni hluta sögunnar kynnumst við lífi Sissi keisararynju . Þegar búið er að skoða glæsileg hallarkynni er farið út og hallargarðurinn skoðaður .
Lengd ferðar: Hálfur dagur
Innifalið: Rúta, fararstjóri og aðgangur að höllinni
Áfangastaðir
- 3 landa sýn - Eistland, Lettland og Litháen
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Baltic Golf - 3 landa golfferð
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Belgrad
- Bratislava - Slóvakía
- Costa Brava - Calella
- Dominíska lýðveldið
- Eistland -Tallinn
- Ítalía - Róm
- Indland - Kerala
- Japan - Matur & Menning
- Kína og Tíbet
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Lettland - Riga
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Norður Korea
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tanzania
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
- Útskriftarferð IBIZA
- Útskriftarferð KRÓATÍA