Flýtilyklar
Bratislava - Skoðunarferðir
Skoðunarfeðir í Bratislava
ATH. Lágmark er 15 manns i hverja ferð
Skoðunarferð um borgina sjálfa

Við skoðum það helsta og markverðasta sem þessi fallega borg hefur upp á að bjóða. Förum sem leið liggur að miðbænum, að Michalska hliðinu við aðaltorgið í gamla bænum, þar er Ráðhús borgarinnar og Primatial höllin. Við förum að Reduta og dómkirkjunni St. Martin. Höldum áfram að forsetahöllinni, skoðum Bratislava kastalann svo eitthvað sé nefnt, ferðumst gangandi og í rútu. Markmiðið er að fólk fái innsýn i sögu og menningu borgarinnar.
Innifalið: Enskumælandi fararstjóri (íslenskur ef svo ber undir) rúta og aðgangur þar sem við á
Lengd: 3 tímar
Verð: Fer eftir fjölda
Innifalið: Enskumælandi fararstjóri (íslenskur ef svo ber undir) rúta og aðgangur þar sem við á
Carpathian vínferð og sveitarsæla
Við munum fara um Carpathian vínræktarsvæðið, en það er vínræktarhérað staðsett við SV hlíðar Carpathian fjalla og er eitt af átta vínræktarhéruðum Slóvakíu. Við förum til Red Stone kastala og skoðum hann, höldum sem leið liggur til Modra sem er sögulegt litið vínræktar sveitaþorp frá árinu 1604 en bærinn er líka þekktur fyrir sinar gömlu og glæsilegu kirkjur. Þar má finna Gotneska kirkju, Babtista kirkju, Evangeliska kirkju og Rómverska Kaþólska kirkju sem dæmi. Skoðum svo borgina Pzinok, skoðum leirkergerð, en borgin er fræg fyrir sitt handverk og þar er rík matar- og vínmenning. Í bænum má finna mörg söguleg mannvirki.
Rétt fyrir utan Bratislava er svo þorpið Svaty Jur sem einnig er við vínræktarsvæðið, þar munum við fara í vínsmökkun í ekta vínkjallara. Við munum stoppa um hádegið þar sem fólk getur keypt sér að borða.
Markmiði er að kynnast fallegum sveitar héruðum og þorpum í nálægð við Bratislava og fá smjörþef af vínmenningu landsins
Innifalið: Enskumælandi fararstjóri(íslenskur ef svo ber undir) rúta, aðgangur þar sem við á og vinsmökkun
Lengd: 6 tímar
Verð: Fer eftir fjölda
Bojnice kastali og einn elsti bær Slóvakíu, Trencin

Förum sem leið liggur út úr borginni, fyrst til Bojnice bæjar sem er vel þekktur heilsubær og einn sá þekktasti í sögu landsins, ríkur af sögu, minjum og menningu. Kastalinn heitir eins og bærinn Bojnice og er talinn sá fallegasti í Slóvakíu og þó víðar væri leitað. Hann er frá 12. öld, er ekki ósvipaður og Loire kastali í Frakklandi, eins og beint úr ævintýrum, enn hann var lengi vel í eigu hefðarmanna frá Ungverjalandi. Þangað koma fleiri ferðamenn en til nokkurs annars kastala í Mið Evrópu. Inn í kastalnum má sjá listmuni, málverk og Bojnice altaristöfluna. Má nefna upphaflegu húsgögnin, en þau eru enn á sinum stað. Utan við kastalann er gríðarfallegur garður, þar sem finna má m.a 600 ára gömul tré. Frá Bonice höldum við til bæjarins Trencin sem er einn elsti bær Slóvakíu og þar er einnig samnefndur kastali. Hann er vel þekktur sökum þess að þar má finna fyrstu heimildir um veru Rómverja í Slóvakíu, nánar tiltekið her keisarans Marcus Aurelius. Heimildin er texti skrifaður á stein undir kastalanum. Trencin er rúmlega 50 þúsund manna bær. Gamli hlutinn er einstaklega fallegur með gamla byggingar, við röltum um bæinn áður en haldið er heim á leið
Innifalið: Enskumælandi fararstjóri(íslenskur ef svo ber undir) rúta og aðgangur þar sem við á
Lengd: 10 tímar
Verð: Fer eftir fjölda
Vratna dalurinn og ævintýraþorpið Cicimany

Við keyrum til þorpsins Cicimany sem er ekki bara eitt þekktasta þorp Slóvakíu heldur líka sérstakasta þorp landsins, sökum tréhúsanna sem þar eru. Þau eru máluð á mjög svo sérstakan máta og vekja mikla athygli. Að koma inn í þorpið er eins og að stiga aftur í tíma og rúmi. Þar er hægt að sjá hvernig fólk lifði og starfaði fyrr á öldum. Við höldum svo sem leið liggur til þorpsins Rajecka Lesna en þangað hafa komið pílagrímar síðan á 15. öld og er 8 september hvert ár sá timi sem flestir koma. Bærinn er einna þekktastur fyrir þjóðlegar hefðir og handverk.
Höldum áfram í gegnum Spa bæinn Rajecke Teplica í áttina að fallegasta dal Slóvakíu Vratna dalinn. Þar tökum við svo kláf upp á topp á tindinn Snilovske Sedlo í 1.524 mtr hæð. Útsýnið er stórkostlegt yfir dalinn og falleg sveitahéruð. Við förum svo til hins þekkta skíðabæjar Terchova sem er á verndarlista UNESCO. Bærinn er einnig fæðingastaður þjóðhetju Slóvaka, Juraj Janosik, sem var eins konar Hrói Höttur, tók frá ríkum og gaf fátækum. Frá Terchova forum við til borgarinna Zilina þar sem við röltum gamla um gamla bæinn sem er afar fallegur. Þaðan er svo haldið til Bratislava
Innifalið: Enskumælandi fararstjóri(íslenskur ef svo ber undir) rúta og aðgangur þar sem við á og kláfur
Lengd: 13 tímar
Verð: Fer eftir fjölda
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest