Aðeins um ferðina

Flogið er allt árið tvisar sinnum í viku Gerum tilboð í hópa, fyrirtæki og auðvitað einstaklinga til þessarar einstöku borgar. Boðið er upp á flug

Bratislava - Aðeins um ferðina



Flogið er allt árið tvisar sinnum í viku

Gerum tilboð í hópa, fyrirtæki og auðvitað einstaklinga til þessarar einstöku borgar. Boðið er upp á flug eingöngu eða pakkaferðir með og án afþreyingar

Bratislava er höfuðborg Slóvakíu, sem áður var hluti af Tekkóslóvakíu. Borgin er staðsett  i SV hluta landsins og einungis um 60 km frá Vínarborg höfuðborgar Austurríkis. Borgin liggur beggja vegna árinnar Danube. Í borginni búa um 450 þúsund manns, en i Bratislava slær hjarta landsins, miðpunktur menningar, verslunar og viðskipta. Svæðið i kringum Bratislava við Danube ánna hefur verið byggt siðan 4.000 fyrir Krist.

Á miðöldum var Bratislava hluti af Ungverska keisaraveldinu og mikilvægi borgarinnar öx upp frá þvi. Árið 1291varð Bratislava eins konar fríríki sem réði sér sjálft. Á 18. og 19. öld varð Bratislava miðpunktur Austurríska – Ungverska keisaraveldisins og síðar hluti af Tékkóslóvakíu 1969. Slóvakía varð svo sjálfsætt ríki árið 1993 með Bratislava sem höfuðborg.

Undanfarin ár hefur ferðamönnum er koma til borgarinnar fjölgað jafnt og þétt og er svo komið að borgin er orðin vinsæl ferðamannborg, enda hefur hún allt til alls.  Fallegar byggingar frá fyrri öldum má sjá víða, gamli bærinn er einstakt augnayndi. Má nefna nokkrar stórkostlegar byggingar eins Bratislava kastalann, Devin kastala, St Martin dómkirkjuna, Michael hliðið, Primatial höllina, ráðhús borgarinnar og þá einnig Fransiscan kirkjuna.

Mikið er af söfnum þar sem kynnast má menningu landsins, verslun er þar lifleg og er hægt að fá þar flest allt sem við erum vön, bara á betra verði. Má finna í borginni úrval kaffihúsa og veitingastaða. Þá býður borgin upp á ýmsa lista og menningarviðburði yfir árið. 

Utan borgarinnar eru svo fallegar skógi vaxnar sveitir og lítil þorp sem hægt er að skoða i ferð með okkur en hægt er að velja Skoðunarferðir hér til hliðar vinnstra megin til að sjá meira um þær.


Innifalið í Ferðakostnaði er eftirfarandi:

  • Allt flug með öllum sköttum og gjöldum
  • Akstur til og frá hóteli / flugvelli
  • Gisting ásamt morgunverði
  • Innlendur fararstjóri
  • Íslenskur fararstjóri


headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya