Flýtilyklar
Ferðalýsing
Á slóðir Íslendinga í Brasilíu, 19 September – 4. Október 2015
19 SEPT.
Flogið til London með Icelandair 16.30 (FI454) og lendum kl 19.30, gist þar eina nótt
20 SEPT.
Flogið til Rio de Janeiro með British Airways kl. 12.20, lent í Río kl. 22.00 sama dag. Förum á hótel. Rest af deginum er frí. Río de Janeiro þarf vart að kynna, ein þekktasta borg veraldar.
Gistum í Río, Aeroporto Othon Travel (Rio de Janeiro)

21 SEPT.
Rio de Janeiro /Curitiba borg. Förum til Santos
Dumont flugvallar og fljúgum til Curitiba. Förum síðan beint á hótel, frír dagur. Curitiba var 12 þúsund manna þorp er
Íslendingarnir komu þangað fyrst 1874. Í dag er þetta um 2 millljóna manna borg og ein ríkasta borg Brasilíu. Afkomendur Íslendinga eru
nú um 3 þúsund talsins. Íslendingar völdu sér þennan stað til búsetu, sennilega vegna veðursins. Borgin er þekkt fyrir
strætisvagnakerfi sitt sem er eitt það allra besta í heimi. Curitiba hefur flest sem einkennir stórborgir og er á pari við helstu nútima
borgir í Evrópu og Bandaríkjunum hvað varðar lífsgæði. Þar blómstra listir og menning. Þar má t.d finna fallega garða og er
grasagarðurinn þeirra þekktastur, svo má nefna flotta byggingalist og minnismerki. Borgin leggur mikla áherslu á umhverfismál og ber hún þess
augljós merki. Mikið af Rússum, Úkraínumönnum og Þjóðverjum fluttust til
borgarinnar á sínum tima og eru því flestir afkomendur af þeim uppruna. Gistum í Curitiba
-Mabu Business Premium
22 SEPT.
Við munum skoða borgina Curitiba, sjá þar helstu kennileiti og
áhugaverða staði Sama dag, seinni partinn, munum við fara til hins fallega bæjar Tamandare þar sem íslensk fjölskylda haslaði sér völl
á sínum tíma. Bærinn er stutt frá Curitiba. Svæðið í kringum Tamandare er þekkt fyrir landbúnað, þetta er sem sagt
landbúnaðarbær, en á svæðinu má þó einnig finna námuvinnslu fyrir kalksteinn. Upphaf byggðar má þó rekja til
þess þegar menn fóru að leita gulls þar. Í Tamandare munum við hitta Valter Jonson sem svo sannarlega á ættir að rekja til Íslands.
Hann verður okkur til leiðsagnar í bænum og sýnir okkur það áhugaverðasta. Í Tamandare má m.a finna islensk
götuheiti.

23 SEPT.
Hittum meðlimi í Íslendingafélaginu í Curitiba og borðum með þeim kvöldmat. Hluti dags er
frjáls.
24 SEPT.
Curitiba borg/Antonina bær. Um morguninn förum við með lest
í gegnum regnskóginn, yfir brýr og fjallendi til hins sögulega bæjar Antonina. Þessi lestarferð er þekkt um víða veröld, án efa
þekktasta lestarferð í Brasilíu. Lestarkerfið var klárað 1884 og er dæmi um einstakt verkfræðiafrek sem unnið var á 19 öld
í Brasilíu. Sjón er sögu ríkari. Regnskógur er engum öðrum skógi líkur,
allt umhverfið er stórt, mikið og spennandi. Við förum svo frá Morretes lestarstöðinni til bæjarins Antonina. Bærinn er staðsettur við
Parangua flóann í fylkinu Parana í suðurhluta Brasilíu.
Antonina er einn elsti bær Brasilíu og má rekja upphaf bæjarins til 1714 með tilkomu Portúgala þangað. Í Antonina búa um 20.000
manns. Margar fallegar og sögulegar byggingar má finna í bænum. Þess má geta að í þessum bæ þurftu íslensku
landnámsmennirnir að dvelja í 4 daga í sóttkví eftir 6 mánaða siglingu til Brasilíu og nokkurra klukkustunda dvöl í bænum
São Francisco do Sul.

25 SEPT.
Curitiba borg / Blumenau borg
Við förum um morguninn keyrandi áleiðis til borgarinnar Blumenau. Bærinn er þekktur fyrir sína
þýsku menningu sem sjá má m.a. á byggingarstílnum. Margir eru því af þýsku bergi brotnir sem þarna búa,
ljóshærðir og bláeygðir, en mikið af Þjóðverjum fluttist þangað á 19 öld. Haldið er fast í þýskar
hefðir, Október Fest er t.d. haldið á hverju ári. Borgin er ekki stór en þar búa tæplega 300.000 manns. Við munum svo einnig skoða
bæinn Pomerade sem er mjög þýskur vægast sagt, þar var þýskan ofar portugölsku lengi vel en er nú svipuð, þessi bær
gæti alveg eins verið staðsettur í Ölpunum, gríðarlega fallegur. Ef allir þeir
rúmlega 1.000 Íslendingar sem lýst höfðu áhuga á að flytjast til Brasilíu hefðu farið er allt eins líklegt að
hliðstæður bær hefði orðið til með svipuðum hætti og Gimli í Kanada.

26 SEPT.
Blumenau borg/Florianopolis borg
Við keyrum til borgarinnar Florianapolis sem er við ströndina, borgin er gríðarlega vinsæll
ferðamannastaður með fallegar strendur og umhverfi. Borgin er svolítið sérstök að þvií leyti að helmingur hennar er staðsettur á
meginlandinu en hinn helminguirinn er á eyjunni Santa Catarina. Lífsgæði þarna eru góð, en mikið af fólki hefur flutt til Florianapolis frá
stærri borgum eins og Rio og Sau Paulo í leit að betri lífsgæðum. Hér komu Íslendingar einnig við sögu en m.a byggðu þeir kirkju og
skóla í Florianapolis. Guido Barddal sem er af íslenskum ættum mun kynna okkur arfleifð landa vor hér á bæ.
27 SEPT.
Florianopolis borg
Frjáls dagur I borginni eða við ströndina, þú ert nú staddur/stödd við eina bestu strönd
Brasilíu í gríðarlega fallegu umherfi.

28 SEPT.
Florianópólis borg / São Francisco do Sul bær /Curitiba borg
Um morguninn förum við til Sao Francisco do Sul.
Einstaklega hrífandi gamall bær, en hann er sá þriðji elsti í Brasilíu. Húsin eru mörg hver í gömlum portugölskum stíl
(colonial) með þröngum steinilögðum götum. Mikið af þrælum frá Afríku komu til bæjarins sem tóku þátt í
uppbyggingu hans. Spánverjar áttu þarna viðkomu líka, svo tóku Frakkar þarna yfir og hefur bærinn því töluverðan
alþjóðlegan keim þótt gamall sé. Þar má finna fagrar strendur og skógi vaxið umhverfi.
Þarna komu Íslendingarnir fyrst að landi, báðir hóparnir, 1863 og 1873, þetta var því fyrsti staðurinn í Brasilíu sem
þeir upplifðu. Margar af þeim byggingum sem blöstu við Íslendingunum standa enn og bæjarmyndin er svo til óbreytt frá komu íslensku
landnámsmannanna. Svo við fáum ágæta tilfinningu fyrir því umhverfi sem tók á móti löndum vorum fyrir um 150 árum
síðan. Hér höfðust þeir við í nokkra klukkutíma áður en siglt var til bæjarins Antonina sem fyrr er nefndur.
Við munum svo aka aftur til Curitiba og gistum þar.

29 SEPT.
Curitiba borg / Foz do Iguassu borg
Fljúgum um morguninn til borgarinnar Foz do Iguassu sem er við við landamæri Paraguay og Argentínu, um 265.000
manns búa þar. Þarna munum við sjá stórfenglegustu fossa jarðar, Iguassu fossanna. Þeir eru gríðarlega stórir og vatnsmiklir,
þeir eru 3 sinnum vatnsmeiri og tvisvar sinnum breiðari en Niagara fossarnir sem dæmi og ná yfir landamærin til Argentínu um 2.7 km. Hæð þeirra er
frá 60-82 metrar og við erum í raun að tala um samsafn af 275 fossum. Stór hluti vatnsins fer niður í gil (Devil´s Throat) sem er um 82 m. á
hæð, 150 m. breitt og 700 m. langt og myndar einskonar U lögun. Þar eru þó nokkrar eyjar í ánni sjálfri sem myndar fossanna. Sjón er
sögu ríkari
Við gistum í borginni.

30 SEPT.
Foz do Iguassu borg
Í dag munum við m.a. skoða Itaipu stífluna við landamæri Brasiliu og Paraguay, ekki langt frá
landamærum Argentínu. Stíflan er sú stærsta í heimi. Byrjað var að byggja stífluna 1975 en þegar mest lét voru 30.000 starfsmenn
að vinna þar (til gamans má geta þess að við byggingu Kárahnjúkavirkjunar voru aðeins 3.000 manns). Steypan sem notuð var, var 15 sinnum meiri en
notað var í göngin milli Frakklands og Englands (Eurotunnel). Hæð stíflunnar er 196 mtr. og lengdin er 7,76 km. Vatnið sem myndaðist við gerð
stíflunnar er 170 km langt og inniheldur 29 milljarða tonna af vatni.
Itaipu stíflan framleiðir 17,35 % af öllu rafmangi sem framleitt er í Brasilíu og 72,5 % í Paraguay
Árið 2013 framleiddi stíflan 98.630.035 megawatts stundir sem er heimsmet í raforkuframleiðslu.
Við munum því sjá eitt mesta verkfræðiundur vorra tíma. Við munum svo toppa daginn með því að fara í
ævintýralega bátsferð að fossunum.
01 OKT.
Foz do Iguassu borg /Rio de Janeiro
Við fljúgum frá Foz do Iguassu til Rio de Janeiro. Hér höfum við frían dag, við erum nú í einni mest spennandi borg í heimi. Gistum i Río.
02 OKT.
Rio de Janeiro
Við förum í skoðunarferð um borgina og skoðum helstu kennileiti t.d. hina stórkostlegu Krists styttu sem er í 690 mtr. hæð á Corcovado fjalli og er talið eitt af 7 undrum veraldar,
þarna hefur hún staðið síðan 1931. Einnig má nefna hinn skógi vaxna Sugar Loaf tind sem gnæfir yfir Guanabara flóa.

03 OKT.
Rio de Janeiro
Frjáls dagur.
04 OKT.
Frjáls dagur, flug til London Heathrow með British Airways BA-249 kl. 21.55 og lendum daginn eftir á Heathrow kl
13.10. Flug til Íslands með Icelandair (FI 455) kl. 21.10 sama dag og lendum kl. 23.10
heima
Innifalið er:
- Flug til London og áfram til Brasilíu
- Skattar
- Hótel með morgunmat
- Íslenskur og local fararstjóri
- Þrjú Innalandsflug í Brasilíu
- Rúta á milli staða
- Allar skoðunarferðir samkvæmt ferðaáætlun, þar af tveir hádegisverðir í Morretes / Antonina og Río.
- Lestarferð í gegnum regnskóginn.
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
Leit
Ferðir í boði
Til að skrá
sig í ferðina er hægt að smella á takkann hér fyrir ofan
til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.
til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.