Flýtilyklar
Brasilía – Á slóðum íslendinga 2016
Það hefur ekki farið mikið fyrir fólksflutningum Íslendinga til Brasilíu, en sú varð raunin engu að síður. Fyrir um 150 árum
settust að þar sem nú er borgin Curitiba, 39 íslendingar, sem allir sigldu frá Akureyri. Helsti munurinn á þeim og þeim sem fóru til Kanada var sá
að til Brasilíu fóru færri og að það náðu þeir ekki að viðhalda tungumáli sínu.
Afkomendum þeirra er engu síður annt um menningu sína og arfleið og hafa margir þeirra þegar heimsótt sitt gamla land heim. Mikill áhugi er
því meðal þeirra á landi voru og er íslendingafélagið í Curitiba mjög virkt. Þegar hinir íslensku landnemar komu til Curitiba var borgin
aðeins þorp með 12 þúsund íbúum, en í dag búa þar um tvær milljónir manna og eru þúsundir þeirra tengdir
Íslandi.
Ferðir íslendinga til Brasilíu hófust áður en farið var til Kanada og er allt eins líklegt að ekkert hefði orðið að ferðum
íslendinga til Kanada ef ekki hefðu komið upp atvik sem stöðvuðu frekari flutning íslendinga til Brasilíu, því þeir sem settust þar að
vegnaði vel. Einn varð þingmaður, skólar voru byggðir af íslendingum sem heita í höfuðið á þeim, þá lögðu
þeir járnbrautir svo eitthvað sé nefnt. Þeir settu mark sitt á Curitiba.

Skemmtileg mynd af þremur kynslóðum BARDDAL en þessir herramenn eru allir ættaðir frá Bárðadal
Ferðaskrifstofan hefur nú í samvinnu við heimamenn unnið að uppsetningu sérferðar frá Íslandi á slóðir íslendinga þarna ytra og verður í ferðinni lögð áhersla á að heimsækja m.a borgina Curitiba þar sem afkomendur þeirra búa í dag, kynnast starfsemi Íslendingafélagsins sem er starfandi og auðvitað á sama tíma kynnast landinu almennt sem og þeirri þjóð sem það byggir.
Lögð verður áhersla á að fara á þá staði þar sem Íslendingarnir höfðu viðkomu, þannig að fólk kynnist sem best þvi sem beið komu íslenskra landnema sem lögðu land undir fót og fóru svo langt frá heimahögunum.
Fararstjóri okkar er Ásta Sól Kristjánsdóttir.
Takmarkaður fjöldi sæta í boði.
FERÐAÁÆTLUN 20. SEPTEMBER - 05. OKTÓBER 2016
Flug | Brottför | Dags | Koma | Dags | |
FI-454 |
Keflavík | 20.09.16 - 16:30 | London | 20.09.16 - 19:30 | |
BA-249 |
London | 21.09.16 - 12:20 | Rio de Janeiro | 21.09.16 - 22:00 |
|
BA-249 |
Rio de Janeiro | 04.10.16 - 21:55 |
London |
04.10.15 - 13 05.10.16 - 13:10 |
|
FI-455 |
London | 04.10.15 - 21 05.10.16 - 21:10 |
Keflavík | 04.10.15 - 23 05.10.16 - 23:10 |
Herbergislýsing |
Almennt verð |
|
|
Eins manns herbergi | 670.324 | ||
Tveggja manna herbergi | 644.724 | ||
Vinsamlegast athugið að valin hótel eins og þau eru birt í Ferðalýsingu geta breyst með litlum fyrirvara en ferðaskrifstofan mun þá eðli málsins skv. útvega annað hótel sambærilegt og það sem nú er birt.
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
Leit
Ferðir í boði
Til að skrá
sig í ferðina er hægt að smella á takkann hér fyrir ofan
til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.
til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.