Flýtilyklar
Aðeins um ferðina

Belgrad er höfuðborg Serbíu og ein af elstu borgum Evrópu, borg með einstaka sögu sem liggur á mörkum ánna Danube og Sava. Nafnið Belgrad þýðir „Hvíta borgin“.
Fyrstu búsetu á svæðinu sem Belgrad nær yfir má rekja til bændasamfélags sem myndaðist á árunum 6200-5220 fyrir Krist. Svæðið og siðar borgin hefur orðið hart úti í samskiptum við aðrar þjóðir. Nokkrir þekktir einstaklingar í mannkynnsögunni hafa átt þar leið um s.s árið 442 kom Atli Húnakonungur þar við og rændi og ruplaði eins honum var einum lagið. Árið 1521 var borgin hertekin af Ottoman heimsveldinu og má þvi finna víðast í borginni mikil tyrknesk áhrif sem m.a sjást i glæsilegum arkitektúr borgarinnnar, en þar eru 273 moskur, þekktust þeirra er Bajrakli moskan sem byggð var árið 1575.
Austurrikismenn, Ungverjar, Habsborgarar og fleiri hafa stjórnað borginni líka í mislangan tíma og allir hafa skilið eftir sitt mark á henni. Belgrad hefur þvi orðið fyrir áhrifum frá fjölmörgum þjóðum, það gerir borgina gríðarlega spennandi fyrir ferðmamenn sem heimsækja hana i dag. Sjá þennan suðupott mismunandi menningar koma saman á einum stað. Nafnið Belgrad kemur fyrst fyrir árið 874 og er hún eins og áður segir ein af elstu borgum Evrópu.

Í dag er Belgrad nútímaborg með 1,6 milljón íbúa, en sagan blasir við á hverju götuhorni og minnir á forna tíma. Glæsilegur arkitektur er þar því víða að finna frá mismunandi tímum. Má nefna Saint Sava kirkjuna, Saint Mark kirkjuna, Saint Sava musterið, þinghúsið, Kula Nebosja turninn, Belgra virkið og þá má nefna Byltingar-torgið, Blóma-torgið og Terazije-torgið. Ekki má gleyma fjölmörgum söfnum sem í borginni eru og er Nikola Tesla safnið einna þekktast. Margir kannast við Tesla rafmagnsbílinn en hann heitir eftir Nikola Tesla sem síðar fluttist til Bandarikjanna og var einn merkasti vísindamaður sinnar samtíðar.
Borgin státar ekki bara af fallegum byggingum heldur er Belgrad ein grænasta borg Evrópu með fjölmarga fallega garða. Þeirra þekktastur er Jevremovac botanical garðurinn með yfir 500 tegundir af trjám og plöntum.
Þá er Belgrad þekkt fyrir að vera mjög lifandi borg þar sem mikið er um að vera á sviði tónlistar og annarar menningar, næturlif er þar vægast sagt mjög þekkt. Mikið úrval er af veitingahúsum með rétti frá fjölmörgum löndum og kaffhúsin eru einstök.
Verðlag á mat, drykk og í verslunum er mjög gott. Þá er hægt að gera góð kaup á einhverjum á hinum mörgu mörkuðum sem eru í borginni.
Íbúar Belgrad eru einstaklega opnir og vingjarnlegir, þeir taka ferðamönum opnum örmum. Belgrad situr eftir í minningunni löngu eftir að heim er komið.
Innifalið í verði að ofan:
- Allt flug og allir skattar ásamt einni tösku per farþega í farangur og handfarangur 1 stk
- Akstur til og frá flugvelli á hótel
- Gisting í völdu hóteli með morgunverði
- Íslensk fararstjórn
Áfangastaðir
- 2 landa sýn - Eistland og Lettland
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Bratislava - Slóvakía
- Dominíska lýðveldið
- Dubai - Arabísk ævintýri
- Eistland -Tallinn
- Georgía og Armenía
- Kazakstan og Uzbekistan
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Riga - Lettland
- Rússland og Lettland
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tallinn
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest