Skoðunarferðir

Frúarkirkjan - Our Lady´s ChurchInnifalið: Leiðsögumaður, rúta og aðgangur að kirkjunni Lengd:  2 tímar Þegar maður kemur inn í Brugge sér maður strax í

Skoðunarferðir

Frúarkirkjan - Our Lady´s Church
Innifalið: Leiðsögumaður, rúta og aðgangur að kirkjunni
Lengd:  2 tímar

Þegar maður kemur inn í Brugge sér maður strax í hæsta turn borgarinnar, turn Frúarkirkjunnar sem rís í 122 metra hæð. Þótt þessi kirkja er ekki sú sem er mest mikilvæg af kirkjum borgarinnar þá sameinar hún hinsvegar bæði byggingarstíl miðalda, sögu þess tíma og hýsir einn mesta dýrgrip listanna í borginni. Kirkjan var byggð á tímabili sem spannar söguna frá 13. til 15. öld og sýnir breytilega byggingargerð og stíl eða allt frá síðbúnum rómantískum stíl yfir í fransk-gottneskan stíl. Kirkjan var öll yfirfarin í kringum 1900. Í kirkjunni er að finna Madonnu (Maríu jómfrú) sem Michelangelo skóp svo og grafkistur Maríu af Burgundy og föður hennar Charles the Bold. Madonna var keypt á Ítalíu af tveimur kaupmönnum frá Brugge, Jan og Alexander Moscroen, sem komu með styttuna til borgarinnar árið 1506 og er þessi stytta eina listaverkið eftir Michelangelo sem er að finna í lálöndum Evrópu.

Spítali St. John´s
Innifalið: Leiðsögumaður, rúta og aðgangur að spítalanum
Lengd:  2 tímar

Í Brugge, spölkorn frá Frúarkirkjunni, er að finna einn af elstu spítölum Evrópu sem enn er starfræktur. Spítalinn rekur sögu sína aftur til ársins 1188 og var í fyrstu mannaður bæði körlum og konum sem tilheyrðu engri trúarlegri reglu. Árið 1459 að tilhlutan Chevrot biskups var þessu breytt þannig að karlar og konur sem þarna störfuðu urðu að gangast undir reglur og hlýðni líkt og nunnur og munkar þess tíma gerðu. St.John´s spítali var rík og voldug stofnun fram eftir öldum og var hlutverkaskipti milli kynja þannig að systurnar hlúðu að hinum veiku og bræðurnir sáu um stjórnun og viðhald eigna spítalans. Það var svo ekki fyrr en í kringum 1600 sem spítalinn varð eingöngu mannaður af systrareglu. Árið 1970 var svo nýr spítali byggður í Brugge en St. John´s spítali er að mestu leyti í dag safn þar sem meðal annars er hægt að sjá sex málveg eftir 15.aldar málarann Hans Memling. Safnið býður gestum upp á að sjá fyrrum sjúkraherbergi, legudeildir og apótek spítalans.

Dómkirkja Sankti Salvator
Innifalið: Leiðsögumaður, rúta og aðgangur að kirkjunni
Lengd:  2 tímar

Brugge hefur að geyma margar perlur frá miðöldum og er ein þeirra dómkirkjan sem er helguð Sankti Salvator. Elstu hlutar hennar eru frá síðari hluta 12.aldar en aðrir hlutar hennar eru frá seinni tíma öldum eins og t.d kórinn. Árið 1839 eyðilagði eldur þak kirkjunnar en þá var fengin enskur arkitekt, william Chantrell, til að endurbyggja það. Á sama tíma var hann einnig fenginn til að hækka turn kirkjunnar svo hann risi ekki í skugga turnsins í Frúarkirkju skammt frá. Í kirkjunni er að finna margt fagurra hluta og gripa eins og fallegu veggteppin sem voru ofin í Brussel í verksmiðju Van der Borcht árið 1730 sem og vopn riddara hins Gullna Reyfis frá 1478.

Kapella Hins Heilaga Blóðs Krists
Innifalið: Leiðsögumaður, rúta og aðgangur að kirkjunni
Lengd:  2 tímar

Einn helsti dýrgripur borgarinnar og kannski sá þýðingarmesti er lítið gullslegið og steinum skreytt hylki sem er talið geyma blóð frelsarans. Kapellan var byggð á 12. - 13.öld í rómantískum stíl með einstaklega fallega framhlið sem gerð var á 16.öld. Inn í kirkjunni er meðal annars stytta af jómfrú Maríu frá 1300 sem og skreytingar sem eiga að sýna skírn Sankti Basilius. Innst í kirkjunni er svo Silfur Altarið þar sem Blóðhylkið er geymt. Hylkið er sýnt almenningi alla Föstudaga og alla daga frá 3 - 17 maí. Við hlið kapellunar er svo safn þar sem hægt er að sjá alla hina einstöku gripi kapellunar. Hylkið sem geymir Blóð Krists kom til Brugge frá Jerúsalem skömmu eftir lok annarrar krossferðarinnar í fórum greifans Diedrik van den Elzats og segir helgisagan að Jósef frá Arimaþeu hafi eftir að hafa þrifið líkama Krists þegar hann var tekinn niður af krosstinum varðveitt blóð hans í þessu hylki. Einu sinni á ári er sérstök helgiganga í Brugge þar sem allt yfirbragð hátíðarinnar er í miðaldastíl en hátíðin endar með guðsþjónustu þar sem kirkjugestum gefst kostur á að kyssa hylkið.

Jerúsalem kirkjan
Innifalið: Leiðsögumaður, rúta og aðgangur að kirkjunni
Lengd:  2 tímar

Jerúsalem kirkja er einstök að því leyti að hún er eina kirkjan í Belgíu sem hefur haldið útliti og hönnun sinni frá upphafi auk þess sem hún er í einkaeigu. Sama fjölskyldan, Adornes, hefur átt kirkjuna frá því að hún var byggð á 14.öld. Fjölskyldan kom frá Genúa á Ítalíu til Brugge á 13.öld og réðst í byggingu kirkjunnar skömmu eftir það. Kirkjubyggingunni lauk 1470. Talið er að kirkjan sé eftirlíking af Kirkju Hinnar Heilögu Grafar í Jerúsalem sem sumir meðlimir fjölskyldunnar höfðu heimsótt. Í miðri kirkjunni er að finna grafir Anselm Adornes og konu hans en hann dó í kringum 1483. Hinir gullfallegu steindu kirkjugluggar eru frá 1482 og 1560.

Belfry turninn
Innifalið: Leiðsögumaður, rúta og aðgangur að turninum
Lengd:  2 tímar

Turninn er frá miðöldum og reistur á tímabilinu 13. til 15.öld og er 88 metra hár og var hýsti áður sjóði borgarinnar, bæði mynt og helstu skjöl. Góð 366 þrep marka leiðina frá jörðu upp í turninn þaðan sem hægt er að njóta alveg einstaks útsýnis yfir borgina. Turninn er á byggingu sem heitir Cloth Hall og stendur byggingin á Markaðstorginu. Í Cloth Hall var sölumarkaður fyrir vefnað borgarinnar sem og frá öðrum flæmskum borgum og komu kaupendur hingað víða að úr heiminum til að versla þessa vöru. Í turninum í dag er einnig klukknaverk sem samanstendur af 47 bjöllum og er yndi að heyra tóna þessa verks við spilun.

Feneyjar Norðursins
Innifalið: Leiðsögumaður, rúta og síkjasigling
Lengd:  2 tímar

Brugge er oft nefnd Feneyjar Norðursins vegna þeirra miklu síkja sem er að finna víða um borgina og voru áður fyrr forsenda samgagna innan hennar. Er hún lík Feneyjum á Ítalíu að þessu leyti. Talið er að heiti borgarinnar sé sótt annars vegar í latneska orðið Rogia sem þýðir á og skandinaviska orðsins bryggia sem þýðir festing eða lægi e.m.ö.o skipalægi. Það er alveg einstakt að ferðast um með litlum síkjabátum og ferðast um síki borgarinnar og sjá mannvirki hennar, ólíkar húsagerðir, göngubrýr og fallega náttúru.

Groeninge Safnið
Innifalið: Leiðsögumaður, rúta og aðgangur að safninu
Lengd:  2 tímar

Groeninge Safnið dregur nafn sitt af nærliggjandi götu sem heitir Groeninge straat, en safnið hýsir úrval listaverka eftir flæmska listamenn frá 14. til 20. öld þó svo að það leggi aðaláherslu á listamenn sem lifðu og störfuðu í Brugge. Hér má nefna meistara eins og Jan Van Eyck, Huga van der Goes og Gerard David. Þá er einnig í safninu sérsalur sem er helgaður Endurreisnar- og Barrok tímabilunum með verk eftir Jan Provoos, Lanceloot Blondeel, Adriaan Isenbrant og Piet Pourbus. Gefðu þér góðan tíma til að skoða einstakt safn sem hvergi annars staðar finnst í Belgíu.

Mörg önnur söfn og áhugaverðir staðir er hægt að skoða í Brugge og mun ferðaskrifstofan auglýsa sérstaklega áður en ferðin hefst frá Íslandi komi til þess að boðið verði upp á aðrar ferðir er hér að ofan eru tilgreindar.

 

headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya