Flýtilyklar
Aðeins um ferðina
Ferðaskrifstofan býður upp á einstakar ferðir til Feneyja norðurins. Í Brugge færðu að upplifa
ekta miðaldaumhverfi sem er þrungið sögu, menningu og listum. Meðal merkilega staða og hluta til að skoða í Brugge er Jerúsalem kirkjan sem er talin
byggð sem eftirmynd af Kirkju Hinnar Heilögu Grafar í Jerusalem, Kirkja Hinnar Blessuðu Meyjar þar sem bæði er að finna styttuna Madonna eftir Michelangelo sem
og grafkistur Mary af Burgundy og föður hennar Charles the Bold. Einnig er hægt að heimsækja Kapellu Hins Heilaga Blóðs frá 11. - 12. aldar þar sem
helgigripurinn sem sagt er að geymi Blóð Krists er að finna. Sagan segir að Jósef frá Arimaþeu hafi geymt blóðið eftir að hafa
þvegið líkama Krists og að Diederik van den Elzas greifi hafi komið með gripinn til Brugge eftir að hafa tekið þátt í annarri
krossferðinni.
Bruges (Brugge) var stofnað af víkingum á 9. öld sem settust að við enda árinnar " de Reie" en nafn borgarinnar er talið rekjast til skandinavíska orðsins Brygge sem þýðir höfn. Nálægð borgarinnar við Norðursjó gerði hafnarlægi hennar fljótlega mikilvæga og strax á 12. öld var Brugge viðurkennd sem borg.
Borgin var lengi vel alþjóðleg verslunarmiðstöð og gengdi m.a hlutverki vörumiðstöðvar fyrir Hanza kaupmenn á 14. öld. Mektartímabil borgarinnar og mikilvægi hennar byrjaði að minnka á 15. öld og í lok 16. aldar lifði aðeins minningin um hennar Gullnu tíma. Í byrjun 1800 var Brugge meðal fátækustu borga Belgíu og svo var áfram fram að byrjun 20. aldar þegar ferðaiðnaðurinn "uppgvötaði" borgina og hennar miðaldar arfleið sem endurvakti hróður hennar og hefur gert hana að einum fallegasta dýrgripi Evrópu.
Áfangastaðir
- 3 landa sýn - Eistland, Lettland og Litháen
- 3 landa sýn - Mexico, Guatemala og Belize
- Albanía
- Balkanskaginn
- Baltic Golf - 3 landa golfferð
- Barcelona
- Belgía - Brügge
- Belgrad
- Bratislava - Slóvakía
- Costa Brava - Calella
- Dominíska lýðveldið
- Eistland -Tallinn
- Ítalía - Róm
- Indland - Kerala
- Japan - Matur & Menning
- Kína og Tíbet
- Kosta Ríka
- Króatía - Dubrovnik
- Lettland - Riga
- Malta
- Mexico - Sumar og sól
- Norður Korea
- Pólland - Gdansk
- Portúgal - Matur og Vín
- Skotland - Edinborg
- Spánn - Granada
- Sri Lanka
- Tanzania
- Uganda
- Ungverjaland - Budapest
- Útskriftarferð IBIZA
- Útskriftarferð KRÓATÍA
Leit
Bóka ferð
til að senda okkur tölvupóst með nöfnum farþega, kennitölum og símanúmeri svo hægt sé að hafa samband vegna skráningar í ferðina og vegna frágangs á ferðakostnaði.