Gisting

Hotel Catalonia Park Güell 3* Þetta skemmtilega hótel er staðsett í efri hluta miðbæjar Barcelona, aðeins nokkrar mínútur frá Park Güell garðinn sem

Gisting

Hotel Catalonia Park Güell 3*
Þetta skemmtilega hótel er staðsett í efri hluta miðbæjar Barcelona, aðeins nokkrar mínútur frá Park Güell garðinn sem Antoni Gaudi útfærði svo snilldarlega og allir sem borgina sækja heim verða að sjá. 
Á hótelinu er að finna veitingastað, bar og almenna þjónustu s.s fatahreinsun, gjaldeyrisþjónustu, internet aðstöðu ásamt frjálsri tengingu við netið, sólbaðsaðstaða og sundlaug utandyra. 
Herbergin eru 12,00 fmtr og hafa öll loftræstingu, flatskjá, gervihnattarásir, internet, hárþurrku, öryggisbox, síma, gott baðherbergi og herbergisþjónustu.


Hotel Catalonia Park Putxet 3 * +
Þetta yndislega hótel er einnig staðsett í efri hluta miðbæjar Barcelona og einnig aðeins nokkrar mínútur frá Park Güell garðinn sem Antoni Gaudi útfærði svo snilldarlega og allir sem borgina sækja heim verða að sjá. Á hótelinu er að finna veitingastað, bar og almenna þjónustu s.s fatahreinsun, frjálsri tengingu við netið. 
Herbergin eru 12,29 fmtr og hafa öll loftræstingu, flatskjá, gervihnattarásir, internet, hárþurrku, öryggisbox, síma og gott baðherbergi.


Hotel Catalonia Atenas 4*
Þetta notanlega hótel er staðsett nálægt hinni frægu kirkju La Sagrada Familia og er líkt og hin hótelin í efri hluta miðbæjar Barcelona. Við hótelið er að finna sólbaðsaðstöðu og sundlaug. Hótelið hefur veitingastað, snack bar, internet aðstöðu og frjálsa tengingu við netið og fatahreinsun.
Herbergin eru 15,25 fmtr og hafa öll loftræstingu, flatskjá, gervihnattarásir, internet, hárþurrku, öryggisbox, síma og gott baðherbergi.

headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya