Ferðalýsing

BALKANSKAGI 2020 Einstök náttúrufegurð og menning. Ungverjaland, Serbía, Svartfjallaland og Króatía, Bosnía og HerzegoveniaDagur 1 Flogið klt. 10:30

Ferðalýsing

BALKANSKAGI 2020
Einstök náttúrufegurð og menning.

Ungverjaland, Serbía, Svartfjallaland og Króatía, Bosnía og Herzegovenia


Dagur 1 
Flogið klt. 10:30 til Búdapest og keyrt til Belgrad með rútu, komið um eða eftir miðnættið. Farið á hótel Holliday Inn Express

Dagur 2 
BELGRAD, Serbía.
Eftir morgunmat göngum við að einni elstu göngugötu í Belgrad (Skadarlija) þar sem við snæðum hefðbundinn serbneskan kvöldmat og hlustum á tónlist götunnar. Í Skadarlija götunni er að finna mörg vel þekkt veitingahús, listagallerí, forn-og minjagripa verslanir. Við skoðum helstu byggingar borgarinnar og minnismerki. Svo sem Zemun, Slavija torgið, Þinghúsið, Byltingartogið, Þjóðleikhúsið, Erkiengilinn, heimili Ljubica prinsessu og Blómahúsið sem er fyrrum hvildarstaður forseta Júgóslavíu Josip Broz Tito. Skoðum okkur um í Kalemegdanvirkinu sem er eitt þekktasta kennileiti borgarinnar. Kalemegdanvirkið stendur á hvítum kletti þar sem áin Dóná rennur saman við ána Sava. Virkið hefur verið eyðilagt og endurbyggt 77 sinnum í 7000 ára sögu þess. Í virkisgarðinum er í dag að finna hernaðarsafn, listasafn, dýragarð og íþrótta- og afþreyingarsetur.  Við munum svo enda daginn með kvöldverð á veitingahúsi frá 19. öld i Skadarlija bohemina stræti, þar munum við snæða og hlusta á tónlist. Gist áfram á Holiday Inn Express.

Dagur 3 
BELGRAD – NOVI SAD – BELGRAD
Við höldum sem leið liggur til Fruska Gora þjóðgarðsins. Þar munum við skoða Krusedolklaustrið sem er það best varðveitta af þeim 17 sem eru í landinu. Þá skoðum við hinn fallegaog forna bæ Sremski Karlovci sem stendur við ána Dóná. Bærinn var menningar- setur Serbíu i 200 ár og er bærinn mikið augnayndi í barokkstíl.  Skoðum brunninn  Four Lions , St Nicolas Orthodox kirkjuna. 
Byrjum á að skoða Petrovaradin virkið sem hefur verið kallað Gíbraltar við Dóná, þökk sé staðsetningu þess á kletti við ána. Þar fáum við okkur hádegismat að hætti heimamanna á veitingahúsi sem staðsett er á fögrum stað með útsýni yfir ána. Keyrum svo til hinnar fögru borgar Novi Sad. Röltum um miðbæinn  vegi okkar verður m.a. ráðhúsið og Dómkirkjan. Við röltum um verslunargötur þar sem einnig er að finna fjölmörg kaffihús og veitingastaði. 
Borgin er fræg fyrir hinar ýmsu uppákomur, t.d. tónlistarhátíðir og aðrarmenningarhátíðir. Í júni koma yfir 100 þús. manns á The Exit tónlistarhátíðina.  Þetta er þvi mikil menningarborg.Við ökum aftur til Belgrad og gistum þar áfram á sama hóteli.

Dagur 4 
BELGRAD - TOPOLA - KRAGUJEVAC
Eftir morgunmat er ferðinn heitið til Topola sem er lítill bær 80 km suður af Belgrad. Þar má finna rætur Serbíu nútímans. Á vegi okkar verður kirkja heilags  St.Georgs og ættar-setur Karadjordjevic veldisins. Ættarsetur Karadjordjevic fjölskyldunnar er á Oplenac hæðinni í bænum. Skoðum byggingar sem eru virkilegt augnayndi og þekur hvítur marmari ættarsetrið sem og fallegar miðaldar mósaík freskur, samanstanda af 40 milljón stykkjum,. Við munum stoppa i Vestur hluts Morava , i hliðum Ovcar og Kablar. Þetta landssvæði er þekkt fyrir fjölda klaustra.  Við borðum hádegisverð og keyrum til bæjarins Kragujevac i SV hluta  Serbiu sem er þekktur í sögunni síðan i seinni heimstyrjöldinni. I bænum voru drepnir um 3000 menn og drengir, en öllum karlmönnum á  aldrinum 16-60 var smalað saman af Þjóðverjum  og þeir drepnir 21 Okt 1941. Við skoðum  Sumarice memorial park og safnið til minningar um þá sem féllu. Gistum i Kragujevac á Hotel ŠUMARICE 3* í Kragujevac Serbia 

Dagur 5 
KRAGUJEVAC – ZLATIBOR
Eftir hádegisverð höldum við áleiðis til Zlatibor. Við munum sjá hið stórbrotna gil i Vestur Morava héraði, hliðar Ovcar og Kablar, þar sem Serbneskir munkar byggðu einstakt samfélag af klaustrum
Við skoðum hið einstaka opna byggðasafn Sorogojno, sem er i raun gamalt þorp í upprunalegri mynd. Þorpið sýnir hinn hefðbundna arkitektur og lifsstíl sem var við lýði fyrr á öldum í  Serbíu. Safnið er verndað af ríkinu þar sem það stendur fyrir það allra besta i fornri byggingarlist suðaustur hluta Serbíu og sýnir hvernig Serbar bjuggu á 18. og 19. öld.  
Við munum svo sjá tískusýningu  í hinn þekktu prjónaverksmiðju i Sorogojno.  Sorogojno er þekkt fyrir  prjónaskap kvennanna þar, peysurnar eru taldar einstakar. Kynslóð eftir kynslóð hafa  konur prjónað,  öldum saman. Við borðum kvöldmat og  gistum i Zlatibor héraðinu, í þorpinu Sirogojno í gömlum timburhúsum.



Dagur 6 
ZLATIBOR
Svæðið við Zlatibor er þekkt fyrir þægilegt veðurfar, gríðarfallegt landslag og hreint loft.Meðalhæð Zlatibor sléttunnar er 1000 m. Tornik er hæsti tindurinn 1496 m. Á fjallinu er boðið uppá stórkostlegt útsýni yfir gríðarfallegt landslag. Zlatibor og Tara fjöllinn eru hreint stórkostleg, svæðið er á heimsminjaskrá UNESCO. 

Við munum svo halda sem leið liggur til Sarganska Osmica sem er 13.5 km löng endurgerð gömul lestarleið og er í laginu eins og 8. Við förum í lestarferð í gegnum 20 jarðgöng í Mokra Gora fjöllum, þar sem við okkur mun blasa útsýni sem varla á sinn líka. Hádegismatur verður snæddur i Mecavnic, ævintýralegu umhverfi sem er umvafið dulúð eins og sjá má í kvikmyndinni Life Is a Miracle, bestu mynd hins heimsfræga leikstjóra Emir Kusturica. Hann byggði þorp sértaklega fyrir þessa mynd sem við munum skoða. Kvöldmatur og gisting i bænum Sirogojno, Zlatibor.



Dagur 7 
ZLATIBOR - UVAC - ZLATIBOR
Eftir morgunmat munum við skoða eitt fallegasta svæði Serbíu, þjóðgarðinn Uvac. Við förum í bátsferð eftir ánni Uvac, þar sem við okkur blasir ægifögur náttúra, hellar og vötn. Þarna er m.a. að finna verndarsvæði dýra eins og Griffon hrægammsins sem er í útrýmingarhættu. Við munum fara i gönguferð um svæðið. Léttur hádegisverður er utandyra. Við munum svo gista og borða kvöldverð i Zlatibor á sama hóteli


Dagur 8 
ZLATIBOR – PODGORICA Í SVARTFJALLALANDI
Við höldum til suðurs í átt að Svartfjallalandi. Stoppum í Mileseva klaustrinu, sem er miðdepill lista og andlegra málefna serbnesku þjóðarinnar. Í klaustrinu má finna freskur af hvíta englinum á gröf Krists, meistaraverk frá 13. öld. Við keyrum um Svartfjallaland í ævintýralegu umhverfi, komum við í Moraca klaustrinu og skoðum hið stórkostlega gil þar sem Moraca áin hlykkjast í átt til sjávar. Við borðum og gistum í borginni Podgorica, höfuborg Svartfjallalands. Hotel Ramada 4*

Dagur 9 
PODGORICA – CETINJE – KOTOR – HERCEG NOVI - SVARTFJALLALAND
Við förum i skoðunarferð um Podgorica, en rekja má nafnið borgarinnar allt til ársins 1326. Skoðum klaustur,  höll Nichols konungs og glæsilegt listasafn. Eftir hádegi keyrum við eftir einum mest spennandi fjallvegi Evrópu. Við förum úr 1000 metra hæð niður að sjávarmáli. Förum til bæjarins Kotor í Svarfjallalandi sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Förum einnig í smá bátsferð um Kotorflóa. Kvöldmatur og gisting í Herceg Novi sem er lítill bær við Kotorflóann. Gistum á Hungurest hotel 4*

Dagur 10 
HERCEG NOVI
Hér erum við i feikna fallegu umhverfi og i litlum bæ í stil. Nú höfum við frjálsan dag í þeim fallega miðaldabæ Herceg Novi, sem er staðsettur á gríðarfallegum stað við ströndina, við Kotorflóa. Í bænum búa tæplega 20 þús. manns og má rekja aldur bæjarins aftur til 19. Aldar. Hér er frjáls dagur, val er um að fara í um 6 tíma bátsferð með hádegisverð um Kotor flóa sem er mjög fallegur  og skoðum tvær töfrandi eyjar og bæinn PerastKvöldmatur og gisting í bænum Herceg Novi. Gistum á Hungurest hotel 4*


Dagur 11 
HERCEG NOVI
Frjáls dagur i fögru umhverfi. Val: Hádegisverður á  Galion veitingahúsinu sem er þekkt og er staðsett i gríðarlega fallegu umhverfi við Kotor flóann, um 40 km fra þar sem við gistum.  Verð 55 EU með rútu. Gistum áfram á Hungurest hotel 4*


Dagur 12 
HERCEG NOVI - DUBROVNIK KRÓATÍA - TREBINJE BOSNÍA HERZEGOVENIA. 
Keyrum til Dubrovnik í Króatíu og skoðum þessa griðarlega fallegu borg  þar sem Games of Thrones vare tekinn. Borgin er kölluð Perlan við Adriahafið. Við höfum heilan dag í borginni sem  dugar vel til að skoða það allt það áhugaverðasta.  Skoðum m.a. St Blaze kirkjuna, Rectors palace, Bell tower clock, Orlando´s Column og Sponza höllina.  

Hádegisverður i bænum, síðan er frjáls timi til að rölta um. Seinni partinn cirka klukkan 16 - 17 kannski , skiptum við svo enn aftur um land og keyrum til Bosniu og Herzegovina til bæjarins Trebinje sem er í suðurhluta landsins 28 km frá Dubrovnik. Trebinje er talinn einn fallegasti bær landsins  og ekki er umhverfið síðra. Bærinn liggur i dal á bökkum árinnar Trebišnjica . Fjöll og gróður gera umhverfi bæjarins ægi fagurt. Trebinje  tekur okkur aftur í tíma og rúmi, þar búa um 32.000 manns. Við snæðum kvöldverð i bænum og gistum á Hótel Platani 4*Hér gefst tími til að skoða sig aðeins um


Dagur 13 
RIGA
Rölt um bæinn, þangað til farið er út á flugvöll í Dubrovnik sem er ekki langt frá. Flogið kl 15.05 fljúgum til Riga í Lettlandi, lendum um kvöldið og förum á hótelið okkar Rixwell Elefant Hotel 4* 

Dagur 14 
RIGA - KEFLAVIK
Förum út á flugvöll í Riga , flogið kl 13.05  til  Keflavikur.


Innifalið í verði per mann er: 

  • Öll keyrsla milli staða og allar skoðunarferðir samkvæmt ferðaáætlun
  • Allur aðgangur þar sem við á
  • 3* og 4* hótel með morgunmat 
  • Kvöldmatur alla daga
  • Hádegistmatur 8 skipti
  • Íslenskur fararstjóri

Val miðast við að hópurinn að mestu leyti fara í þessar aukaferðir:

  • 6 tíma sigling um Kotor flóann með hádegismat kostar aukalega 60 Evrur
  • Hádegisverður á Gailon veitingahúsinu við flóann kostar aukalega 55 Evrur með rútu
  

     
   
headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya