Skošunarferšir

Linz:  Viš munum skoša gamla bęjarhluta borgarinnar meš sķnar fallegur byggingar og jafnframt skoša žaš markveršasta utan gamla bęjarins t.d. Lystigaršinn

Skošunarferšir

Linz
Við munum skoða gamla bæjarhluta borgarinnar með sínar fallegur byggingar og jafnframt skoða það markverðasta utan gamla bæjarins t.d. Lystigarðinn sem er víðfrægur og fjallið Freinberg sem er 400 m hátt og er staðsett innan borgarinnar. Á Freinberg sést yfir nánast alla borgina.  Þar er hinn sögulegi turn sem vekur alltaf athygli. Eins munum við  m.a skoða aðaltorg borgarinnar, Jesúíta klaustrið, St Martins kirkjuna og Dómkirkjuna  
Ferðin er sambland af rútuferð og rölti um gamla hlutann þannig að við munum kynnast þessarri einstöku borg á sem bestan máta.

Lengd. 3 tímar
Innifalið: Rúta og fararstjóri
Verð 5800 kr.

Gamli hlutinn er einna skemmtilegastur í þessarri einstöku víðfrægu borg. Má nefna Mirabell höllina, Markart torgið, Trinity kirkjuna og  miðbærin með Getreidegasse, en það er líklegast frægasta verslanna gata borgarinnar. Hún er mjög sérstök, frekar þröng með  háar gamlar þettar byggingar, búðirnar eru flest allar með stórum járn skiltum sem hanga út frá þeim af öllum stærðum og gerðum.  Dæmigert fyrir þessi hús eru að gluggarnir minnka með hverri hæðinni, minnstu gluggarnir eru efst og þeir stærstu neðst. Gluggar og dyr eru einstaklega fallega unnin og vel viðhaldið t.d eins og hús númer 9 en þar fæddist tónskáldið Mozart en þar er nú Mozart safnið til húsa.
Gatan er þekkt fyrir skartgripi, galleri, leður, ilmvötn og ýmis handverk, en þar má einnig finna nýjustu fata tísku. Gatan er rós i hnappagat þessarar fallegu borgar. Domplatz eða Dómkirkju torgið stendur við dómkirkju borgarinnar (sem við munum skoða í ferðinni) en umhverfis það er Residenz kastali og St Peter Abbey. 
Þegar gengið  er um Salzburg er ekki ólíklegt að þú heyrir klukknahljóm þar sem verk eftir Mozart, Hándel og Gruber hljóma. Þetta er svokallað Glockenspiel sem samanstendur af  einstöku klukkuverki,  35 bjöllum og vegur sú þyngsta 380 kg. 
Það eru tveir hrossabrunnar i Salzburg eða Pferdeschwemme þar var hestum  brynnt á árum áður, er þeir eitt dæmið um  fagurlega hönnuð mannvirki sem skoðuð verða.


Lengd. 8 tímar
Innifalið: Ruta og fararstjóri
Verð 8900 kr.

Hin þekkta borg menningar og lista.
Við munum skoða helstu kennileiti borgarinnar en Ringstraße breiðgatan er ein þeirra, hringlaga, 4 km löng og liggur umhverfis miðbæinn.  Það var  Franz Joseph keisari sem lét byggja þessa glæsilegu breiðgötu árið 1857. Við hana standa glæsilegar byggingar eins og óperuhúsið, alþingishúsið  og helsta safn borgarinnar (Museum of Fine arts).

Í borginni eru yfir 100 söfn af öllum toga enda er Vín, eins og bæði Linz og Salzburg, mikil lista og menningarborg. Þá munum við sjá hina þekktu á Dóná sem liðast i gegnum borgina og svo Dóná eyju er þekkt útivistarsvæði með allskonar afþreyingu, þar er jafnramt baðströnd sem mikið notuð af heimamönnum. Eyjan gegnir  jafnframt hlutverki flóðgarðs og er um 21 km á lengd. Þá skoðum við hin sérkennilegu Hundertwasser íbúðarhús sem eru einstök og engu lík, litskrúðug og með allt öðruvísi lagi en flest önnur hús. Þá munum við kikja á Prater skemmtigarðinn  sem kemur öllum í gott skap. Við skoðum  hin víðfræga Naschmarkt útimarkað sem hefur verið við lýði síðan á 16. öld, Scoenbrunn kastalann og hin glæsilegu Hofburg höll þar sem valdamesta fólk í sögu Austurríkis hefur búið, Habsburg konungsveldið og Austurriki-Ungverjaland keisaraveldið. Í dag hýsir höllin forseta landsins. Ekki munum við gleyma hinni nútímalegu Vín 

Lengd. 9 tímar
Innifalið: Ruta og fararstjóri
Verð 9900 kr.

Salzkammergut svæðið-náttúrufegurð:
Austurríki hefur ekki aðeins uppá að bjóða gríðar fallegar borgir heldur einnig ægi fagra náttúru. Þessi ferð gefur smá innsýn hana.
Við höldum  út fyrir borgina til að upplifa eins og áður segir hina gríðarfallega náttúru Austurríkis. Við sjáum vötn, skóga, skóvaxin fjöll og Austurrísk smá þorp. Þekktast er Traunsee vatn, við það stendur m.a Gmunden sem er frægur fyrir sína leirkeragerð Gmundner Keramik og Schloss Orth sem er staðsettur á litilli eyju í miðju vatninu. Þá man nefna miðaldarbæinn Bad Ischl þar sem má sjá villu Franz Josef I keisara, villu Lehar, fjölda safna og hina heimsfræga súkkulaðigerð Zauner. Bærinn  St. Wolfgang við  Wolfgang vatn er enn einn bærinn sem þekktur er fyrir fegurð.
Þorpið Traunkirchen er staðsett við skógivaxin jaðar fjallendis alveg við Traunsee vatn, í einstaklega fallegu umhverfi. Þorpið er  er aðallega  þekkt fyrir Fischerkanzel (Fisherman's Pulpit), sem staðsett er í kirkju þorpsins. Stór hluti svæðisins er á lista Heimsminaskrár Unesco slík er fegurð svæðisins, hrein paradís fyrir náttúru og útivistar unnandann.

Innifalið: Ruta og fararstjóri
Lengd: 6 tímar
Verð 7900 kr.


header
Sķšumśli 29 - 108 Reykjavķk | Strandgata 29, 2 hęš, 600 Akureyri |Sķmi 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar į FacebookStefna ehf Hugbśnašarhśs - Moya