Austurríki - 3 borgir

hópferðir,hópaferðir,fyrirtækjaferð,útskriftarferð,ferðaskrifstofa,akureyri,ibiza,mexico,portugal,albania,

Aðeins um ferðina

Linz, Salzburg, Vín

Við fljúgum til hinnar fögru menningar og tónlistarborgar Linz í Austurríki sem valin var menningarborg Evrópu 2009, en stutt er til Vinar og Salzburg frá Linz. Við bjóðum uppá ferðir til þeirra beggja auk ferðar um ægi fagra náttúru landsins. Ferðalöngum gefst því möguleiki á að skoða 3 stórkostlegar  borgir í sömu ferðinni og kynnast náttúrufegurð Austurríkis. 

Allt er breytingum undirorpið er slagorð sem vel á við hina fögru borg   Linz  sem stendur á bökkum Dóná og hefur verið kölluð hinn græna borg menningar og lista.  Borgin  var valin menningarborg Evrópu 2009. Linz er einstakt dæmi um hvernig menning og viðskipti geta myndað sterka heild og gert borgina  ekki aðeins spennandi áfangastað fyrir ferðamenn heldur einnig ákjósanlegum stað til að búa á. Borgin er æfa gömul en jafnramt nútímaleg með yfir 60% af flatarmálinu sem  græn svæði. Linz hefur undanfarin ár orðið mjög vinsæl ferðamannaborg og  ekki síst fyrir listina sem er i hæsta gæðaflokki  hvort sem það er á sviði tónlistar eða  myndlistar. Fjöldi tónleika eru haldnir í borginni ár hvert og hver óperan á fætur annarar sett þar upp, þá eru söfnin þar i allra fremstu röð með verk heimsþekktra listmanna. Við bakka Danube árinnar er listin allsráðandi, þar má  td finna Lentos Kunsmuseum safnið  sem m.a. er með verk eftir Warhol og Helnweig og á hinum bakka árinnar má finna safnið Ars Elictronica sem hefur öllu nútímalegri list á sýnum snærum.
Fagrar bygingar frá fyrri öldum einkenna gamla hlutann svo sem  Martins kirkjan, Ráðhúsið eða hús Mozart þar sem hann samdi Linz Symphoníuna  og Linz Sonata á aðeins þremur dögum. Það skemmtilega við borgina er að þar má sjá nútíma arkitektur í einum hlutanum og svo ævafornar gamlar byggingar í öðrum
 Linz er fyrst minnst í skrifum árið 799 í tengslum við Gerold Greifa af Ostland. Um miðja 13 öldina er talað um  Linz sem  borg. Var hún síðar hertekin af herjum Napoleons. Á tuttugustu öldinni elfdist borgin mjög efnahagslega og má það rekja til þess að Hitler hafði ætlað henni lykil hlutverk i iðnaði og menningu landsins.
Mikið er lagt upp úr grænum svæðum i borginni og eru fagrir almenningsgarðar áberandi. I Linz má finna einn fallegasta lystigarð í Evrópu og er hann 4.2 ha á stærð. Töluvert af viðburðum  fara fram í þessum görðum og eru þar oft sýningar sem tengjast náttúrunni á einhvern hátt. 
Metnaður borgarinnar á sviði lista og menningar gerði það að verkum að hún var útnefnd sem menningarborg Evrópu árið 2009.  Rölt um borgina hvort sem er á gamla hlutanum eða í einum af hinum fögru almenninsgörðum en án efa eitthvað sem allir ættu að gera sem heimsækja hina fögru Linz. Staðsetning borgarinnar er einkar hentug þar sem hún frekar nálægt og mitt á milli  Vínar og Salzburg, þannig að auðvelt er að skoða allar 3 borgirnar á þeim tíma sem við erum í Austurriki.

Vínarborg er staðsett í NA hluta Austurríkis og stendur við bakka Dóná eins og Linz, umkringd af hinu fagra Wachau héraði, Vínarskógunum og fjölda grænna svæða. Vínarborg sjálf er gríðarfalleg, hún er gömul, hún er ný, svo fjölbreytileg allt frá Barok byggingum til Art Noveau stílsins til dagsins í dag.  Í borginni eru yfir 100 söfn af öllum toga, enda er Vín eins og bæði Linz og Salzburg mikil lista og menningarborg. Fetum í fótspor  Habsborgara   og heimsækjum barokk byggingar eins og Schönbrunn og Belvedere hallirnar  eða göngum eftir hinni frægu Ring breiðgötu.  Gatan  er 5,2 km á lengd, þar má sjá ýmsar sögufrægar byggingar, má nefna Vínar óperuna, ráðhúsið og þinghúsið. Ekki er úr vegi að skoða St Stephans dómkirkjan og Spænska reiðskólann sem hefur haldið sínum hefðum og gildum óbreyttum frá 16 öld. Hestasýningar Spænska reiðskólans eru heimsfrægar og eiga ekki sinn líka.  Vín er sérstaklega þekkt fyrir sína miklu tónlistarhefð sem hefur haldist óslitið frá tímum meistaranna. Þar fæddist Josef Strauss, Beetoven bjó og lærði í Vin einnig Josef Hayden. Síðast en ekki síst má nefna Wolfgang Amadeus Mozart, í Vin samdi hann sin bestu verk.  Skoðunarferð um Vín lætur  engan ósnortin.

Salzburg er eins og Linz og Vinarborg augnayndi, staðsett við bakka Salzah árinnar og við norðrhluta Alpanna í austur hluta Austurríkis. Í Salzburg  fæddist Wolfgang Amadeus Mozart svo tónlistarhefð er þar mikil. Gamli hlutinn er á minjaskrá Unesco og er gönguferð um gamla hlutann eitt ævintýri. Má með sanni segja að listunnendur og unnendur fagurra bygginga verð ekki fyrir vonbrigðum með heimsókn til Salzburg. Salzburg er ekki stór borg en  þeim mun fegurri, og ekki skemmir umhverfið. Grænar hæðir og gróðursælt umhverfi innan um fallega garða og hallir eru áberandi. Við getum átt von á því að sjá bændabýli og beljur á beit innan borgarmarkanna. Náttúran og byggingalistin renna saman og mynda þessa einstaklega fallegu borg, eitthvað sem allir verða snortnir af.  

header
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya