Ferðalýsing 2 - 16 Október

1 DagurFlogið til New York og gist ein nótt á Courtyard Marriott  niður á Manhattan 2 DagurKomum til Cancun frá New York.  Förum sem leið liggur til

Ferðalýsing 2- 16 Október 2022

1 Dagur
Flogið til New York og gist ein nótt á Courtyard Marriott  niður á Manhattan

2 Dagur
Komum til Cancun frá New York.  Förum sem leið liggur til bæjarins Tulum. Við erum nú komin á svæði Mayana.  Á leiðinni munum við stoppa og snorkla m.a. með risa sæskjaldbökum í ótrúlegu umhverfi - kristal tærum sjónum við Akumal sem þýðir „ staður skjalbakanna“. Siðan munum við skoða svokallað Cenote en það eru lón inni í skóginum og út frá þeim ganga hellar. Okkur gefst kostur á að snorkla i þessu framandi umhverfi. Megnið af vatninu á Yucatan skaganum er neðanjarðar og kemur uppá yfirborðið og myndar þessi lón. Við endum daginn i Tulum, en bærinn  er nefndur eftir einum þekktasta pýramidanum i Mexíckó sem stendur rétt við bæinn og sá eini sem er niður við sjó. Annað stærsta kóralrif heims er svo rétt undan ströndinni. Við gistum i  húsum við ströndina  rétt hjá Tulum. Hotel Papaya Playa, Tulum.

3 Dagur
Við byrjum daginn á þvi að skoða   Tulum piramidana, á einu sem standa við sjó, en bærinn Tulum heitir eftir þessum piramidum. Hann var áður  mikilvægur verslunarstaður þegar riki Mayann stóð sem hæst. Þá munum skoða einn þekktasta þjóðgarð Mexíkó sem heitir Sian Ka´an og fara i gönguferð um regnskóginn. Hann þekur um 1,3 milljón hektara af landi með vötnum, savanna gróðri, ströndum og saltflákum. Við heimsækjum Maya indíánaþorp og tökum þátt i  sumum af þeim siðum samfélagsins sem tíðkast hafa í árhundruðir og lifa en góðu lífi. Við munum fara á bátsferð um þjóðgarðinn og sigla i gegnum votlendissvæði. Við endum síðan daginn í  Bacalar sem er fallegur litill bær við ferskvatnslón sem er gríðarlega fagurt á að líta með 7 mismunandi litum. Gistum á hóteli við lónið, höfum brábært útsyni yfir lónið. Hotel Rancho Encantado , Bacalar

4 Dagur
Við förum frá Bacalar lóni um morguninn til Kohunlich piramidanna, en þeir voru byggðir frá timanum 250-600 eftir Krist. Mikill og þykkur  regnskóguskógur umlykur svæðið.  Við munum þvi ganga um i skógum Mayanna með dýrahljóðin allt i kringum okkur. Vð höldum síðan áfram til bæjarins Palengue. Gistum i Palenque. Hotel Villas Kin-Ha, Palenque.

5 Dagur
Við munum skoða eina þekktustu fornminjar Mexíkó sem er Palengue i Chiapas héraði en það er umlukið regnskógi. Palenque var Maya borg þegar spánverjar komu þangað. Gríðarlega áhrifamikil sýn að sjá þessa fornu pýramida inni í miðjum regnskóginum, sérstaklega snemma morguns. Aldur þeirra nær aftur 600 til 900 eftir Krist. Við munum taka okkur tíma og skoða þessar merku fornminjar og rölta um í skóginum. Við höldum svo áfram og skoðum Misolha fossa.  Við endum svo daginn í Maya borginni San Cristobal. Hotel Casa Mexicana, San Cristobal.

6 Dagur
San Cristobal de las casas er ein merkilegast borg Mexico, hún var og er fræg Maya borg. Borgin er staðsett i dal umlukin fjöllum, i suður hluta Chiapas héraðs. Þetta er  ein best varðveittasta borg frá tímum Spanverjanna, spænskur still er áberandi i borginni og fjölmargir Mayar búa þar.  Við munum m.a. fara á markaði, skoða gamalr kirkjur og fólkið sjálft.  Borgin  komst i  heimsfréttirar fyrir nokkrum árum þegar Zapatistar  mikið til Maya indínánar gerðu uppreisn gegn stjórnvöldum í Mexico,sem kostaði mörg mannslíf. Við munum einnig skoða nálæg Maya þorp eins og San Juan  Chamula og Zinacanatn. San Juan Chamula er litill bær um 10 km fra san Cristobal og tilheyra Tzotzil Maya indíánum sem er fjölmennasta ættkvísl Maya. Þeir stjórna sínum málum sjálfir, þetta er einskonar fríríki. Konur og menn frá San Juan eru auðþekkt á klæðnaði sínum, sem hafa lítið breyst i aldanna rás. Við gistum aftur i San Cristobal.  Hotel Casa Mexicana, San Cristobal.

7 Dagur
Við munum skoða fossa í dag inni regnskógum Chiapas héraðs er nefnast  Agua  Azul þar munum við synda í ánni neðan við fossinn. Þarna er tær á sem myndar einstaklega fallega fossa inni regnskóginum. Hægt er að baða sig þarna í hinu kristaltæra, einstaklega bláa vatni. Síðan eru  það  Welib ha fossar, þar myndast í raun náttúruleg sundaug fyrir neðan fossinn. Síðan liggur leið okkar til landamæra bæjarins Frontera Corazol Frontera Corazol sem er litill bær við landamæri Guatemala þar ráða rikjum Mayar, við gistum þar Cabañas Nueva Alianza

8 Dagur
Við förum nú yfir landamærin til Guatemala. Við siglum upp ánna  á fljótabát, við erum   i miðjum regnskóginum, það eru há tré beggja vegna, gætum átt von á að sjá apa sveifla sér i trjánum og margar fuglategundir. Við förum tl hins fallega bæjar Flores. Íbúarnir eru Maya en lika fólk sem á rætur að rekja til spánar en Spánverjanir blönduðust Mayum áður fyrr. Flores bær er staðsettur á eyju á Peten Itzá vatni, það liggur vegur ú í eyjuna. Bærinn er gamall nýlendubær, mikil spænsk áhrif. Þröngar steinilagðar götur, litil handverksverkstæði og falleg  lágreist hús mörg þeirra með rauðum hellulögðum þökum í fjölbreittum, litil torg, gamlar kirkjur  er m.a. það sem fyrir augu ber i þessum litla og aðlaðandi bæ. Hotel Casona, Flores

9 Dagur
Við förum sem leið liggur til hins fræga piramida Tikal mitt í regnskógum Guatemala. Við löbbum dágóðan spöl í skóginum áður en við komum að piramidanum Tíkal er staðsett í þjóðgarði og þvi verndað svæði. Þetta er þekktasti piramidi Guatemala og einn þekktasti piramidi Mayanna. Fólk kemur hvaðanæva úr heiminum til að berja hann augum. Umhverfið er töfrum likast, iðandi dýralif, regnskógurinn og dulúðgin sem fylgir þessum stað en engu lík. Við keyrum svo sem leið liggur til Belize og gistum i húsum(eco lodge) inni i skóginum i gríðarfallegu umhverfi. Það er Bandarísk fjölskylda sem búið hefur lengi i Belize sem á þennan gististað. Gistum i Belize á MET. 

10 Dagur
Förum i gönguferð i frumskógi Belize út frá náttstað okkar um morguninn, við erum i dal með skógi vaxnar hæðir i kringum  okkur og fjölbreytt dýralif. Við förum síðan  til Belize borgar þaðan tökum við ferju til eyjarinnar Caye Caulker. Strandlengjan er með hvitum sandi eins og vera ber, og sjórinn eins og hann gerist bestur, kristal tær.  Eyjan er litil og fræg fyrir snorkel og köfun, enda er gríðarlega mikið lif í sjónum, sem og við fáum að kynnast. Við erum á einum besta stað i veröldinni til að snorkla. Við munum fara með bát á  haf út þar sem við munum snorkla i Hol Chan Marine reserve, Hol Chan þýðir á Maya máli  litlu göng. Þá er átt við þröng göng sem skera sig i gegnum kóralrifið.Það sem við getum búist við að sjá eru griðar mikið af litskrúðugum fiskum, stórum álum,risa skötum og liklegast hákörlum(meinlausum). Einnig auðvitað kóralrifið sjálft, en kóralrifið her er það næst særtsta í heimi. Við gistum á eyjunni við ströndina. China Town Hotel, Caye Caulker.

11 Dagur
Förum um morguninn 14 október með ferju til borgarinnar Chetumal i Mexico. Við munum njóta siglingarinnar á Karabiska hafinu. Þegar til Chetumal er komið munum við keyra til bæjarins  Playa Del  Carmen við Rivera Maya. Bærinn hefur uppá mikið að bjóða og er einn vinsælasti strandbærinn i Mexico. Fyrir 30-40 árum var  hann litill fiskimanna bær, nú er hann gríðar vinsæll ferðamanna bær. Þar munum við gista næstu 3 nætur á luxus hóteli og allt innifalið á Wyva Wyndham Maya. Gist er á þessu hóteli aðfararnótt 15, 16 og 17 október.

12 Dagur
Gist áfram í Playa Del Carmen 

13 Dagur
Gist áfram í Playa Del Carmen 

14 Dagur
Haldið frá Mexíkó til USA og farið í flug sama dag að kvöldi og lent daginn eftir í Keflavík, 16 Október


headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya