3 landa sýn

hópferðir,hópaferðir,fyrirtækjaferð,útskriftarferð,ferðaskrifstofa,akureyri,ibiza,mexico,portugal,albania,

Ný ferð væntanleg

Ferðaskrifstofan býður nú upp á alveg einstaka Ævintýraferð til þriggja landa sem veitir þér einstaka innsýn inn í hinn forna menningarheim Maya índíána sem var gríðarlega mikil menningarþjóð.

Við kynnumst stórkostlegri náttúru og fjölbreyttu dýralífi, ferðumst inn á töfrandi regnskógasvæði, kynnumst Maya indíánum og skoðum gamlar menningarborgir þeirra. Syndum í kristaltærum sjónum við næst stærsta kóralrif heims, innan um fiska í öllum regnbogans litum og hverfum aftur í tíma og rúmi.

Einstök upplifun sem lifir alltaf í minningunni, jafn dulúðug, heillandi og eftirminnileg.

Vinsamlegast ATH að þessi ferð er í boði allt árið fyrir smærri hópa og fyrir einstaklinga og pör sem vilja ferðast á eigin völdum dagsetningum. Ferðaskrifstofan útvegar þá fararstjóra sérstaklega sé þess óskað. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk okkar.


Innifalið í Ferðakostnaði er eftirfarandi:

  • Allur fararmáti milli staða skv. dagskrá
  • Gisting allar nætur eins og lýst er í dagskrá
  • Gisting í 1 nótt í New York á útleið
  • Morgunmatur í Guatemala, Belize, Mexíkó og All Inclusive í Mexíkó
  • Aðgöngugjald þegar við á skv. dagskrá
  • Íslenskur fararstjóri. ATH háð lágmarksfjölda
ATH. Farþegar þurfa að greiða að auki smávægileg gjald sem er rukkað við landamæri hverju sinni


Umsagnir ánægðra farþega

Góð, skemmtileg og þræl vel skipulögð ferð.
Og að enda ferð á lúxushóteli er frábært.

Freyr Bjartmarz


Við þökkum fyrir ógleymanlega ferð sem reyndist ævintýri frá upphafi til enda. Við fengum að skoða og fræðast um minjar og menningu maya indíána sem voru (og eru) stórmerkilegir. Fengum við að gista inn á þeirra svæðum og vakna við öskur í öpum. Einnig syntum við með hákörlum (stórum), snorkluðum í tandurhreinum sjónum og skoðuðum úrval af fallegum fiskum. Við flutum í árstraumi íklædd björgunarvestunum eins og bleyju og svifum um á fenjabátum. Síðust dagarnir fóru svo í algera afslöppun á (allt innifalið) hóteli, þar sem við lágum í sólinni á ströndinni og nutum alls þess sem hótelið bauð upp á. Fernandó, mexíkóski farastjórinn okkar var bæði fróður og skemmtilegur. 
Þetta var ferð sem hiklaust er hægt að mæla með.

Kristín Guðmundsdóttir
Hrefna Kjartansdóttir
 


headerheaderheaderheader
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri |Sími 588 8900 | info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Vertu vinur okkar á FacebookStefna ehf Hugbúnaðarhús - Moya